Vafrakökustefna KORTA

Vafrakökur

Vefsíða KORTA notast við vafrakökur. KORTA safnar engum persónugreinanlegum upplýsingum með notkun þeirra en ef þú heimilar notkun á markaðskökum kunna þriðju aðilar að nýta slíkar upplýsingar. Í vafrakökustefnu KORTA er að finna nánari upplýsingar um tegundir, tilgang og varðveislutíma vafrakaka.

Þegar þú notar Korta.is sendir vafrinn þinn gögn til netþjóns KORTA. Þetta er aðeins gert í tæknilegum tilgangi og er forsenda þess að þú getir notað KORTA.is vefsvæðið með eðlilegri virkni. Þau gögn sem þú sendir eru einungis geymd í stuttan tíma og ekki ætluð til að persónugreina þig á nokkurn hátt.

Gögnin eru:

IP-tala, dagsetning og tími aðgangs, hvaða hluti vefsins er heimsóttur, magn gagna sem fer á milli vafrans þíns og okkar netþjóns ásamt viðbragðstíma síðu. Hvaða vafri var notaður, tungumálastillingar, útgáfa stýrikerfis, vafra og yfirborðs.

KORTA áskilur sér rétt til þess að nota þessi gögn til þess að geta rakið netárásir eða óheimilan aðgang að netþjónum.

Hvaða vafrakökur notar KORTA?

Nauðsynlegar kökur

Kökur sem eru nauðsynlegar til að tryggja bestu virkni á Korta.is. Án þessara vafrakaka gætum við ekki veitt þá þjónustu sem við viljum geta veitt. Þessar kökur safna ekki upplýsingum sem nota má til þess að auðkenna gesti Korta.is né fylgjast þær með eða muna hvar gestirnir hafa verið á netinu.

KORTA notar vafrakökur sem tilheyra þriðja aðila á vefsvæði sínu, Google Analytics. KORTA notar þessa þjónustu einkum til að greina notkun vefsvæðisins, til að útbúa markaðsefni og auglýsingar sem eru sérsniðnar að ákveðnum markhópi. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig Google Analytics nota vafrakökur á vefsvæði Google.

Er hægt að sleppa við vafrakökur?

Þú getur slökkt á vafrakökum í vafranum þínum. Hér má finna upplýsingar um stillingar á vafrakökum í öllum algengustu vöfrum. Þessi síða inniheldur einnig almennar upplýsingar um vafrakökur og áhrif þeirra á okkur og vefnotkun okkar. Krækjan er til vefsvæðis þriðja aðila. KORTA ber ekki ábyrgð á þeim upplýsingum sem þar koma fram.