Lagalegur fyrirvari tölvupósts

Upplýsingar sem fram koma í tölvupósti, og eftir atvikum viðhengjum, frá netföngum KORTA innihalda upplýsingar sem eingöngu eru ætlaðar þeim sem tölvupósturinn er stílaður á. Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við tölvupósti og viðhengjum hans skal gæta fyllsta trúnaðar, tilkynna sendanda og eyðileggja sendinguna, eins og skylt er skv. 47.gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti, án þess að afrita, dreifa eða notfæra sér á nokkurn hátt. Efni tölvupósts og viðhengja er á ábyrgð sendanda ef það tengist ekki starfsemi KORTA. Óheimil meðferð tölvupósts og viðhengja hans getur varðað skaðabóta- og refsiábyrgð lögum samkvæmt.

Persónuverndarstefna

KORTA vinnur persónuupplýsingar í starfsemi sinni, s.s. nöfn, kennitölur, heimilisföng, símanúmer, tölvupósta og aðrar samskiptaupplýsingar, allar greiðsluupplýsingar sem tengjast þjónustu okkar, þar með talið allar færslur og kortaupplýsingar og rafræn samskipti. Undir slíkar upplýsingar geta einnig fallið gögn og upplýsingar sem eru unnar að beiðni einstaklings eða KORTA er lagalega skylt að vinna eða unnar eru á grundvelli lögmætra hagsmuna, þar með talið upplýsingar sem frá þriðja aðila. Á KORTA hvílir skylda til að varðveita persónugreinanleg gögn til að uppfylla t.d. skilyrði bókhaldslaga og laga um aðgerðir gegn peningaþvætti. KORTA beitir tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum sem tryggja leynd, réttleika og tiltækileika persónuupplýsinga.

Til að fá nánari upplýsingar um vinnslu KORTA á persónuupplýsingum vinsamlegast hafið samband með því að senda tölvupóst á netfangið korta@korta.is