Einstaklingar

Hver er hlutverk KORTA í greiðsluferlinu?

Þegar söluaðili stofnar til kredit- og debetkortaviðskipta þarf hann að gera samning við færsluhirði, sem KORTA er. Síðan sendast heimildarbeiðnir til færsluhirðis, sem miðlar þeim til greiðslukortafyrirtækja og útgáfubanka eftir vottuðum samkiptaleiðum.

Í hvert sinn sem korthafi notar kredit- eða debetkort við kaup, leyfir kortafyrirtæki, eða hafnar, viðskiptin á grundvelli gagna frá útgáfu- og kortakerfinu. Ef kaupin eru samþykkt er upphæðin greidd á reikning söluaðila (samkvæmt samningi um uppgjörstíðni og þóknanir).

KORTA er einnig greiðsluþjónustuveitandi fyrir reglulegar greiðslur, sýndarnúmer greiðslukorta, og fleira sem eykur hagkvæmni söluaðila.

KORTA á þannig ekki viðskiptasamband við kaupanda, korthafann, KORTA sér aðeins upphæð viðskipta og gjaldmiðil ásamt auðkenni söluaðila. Engar persónugreinanlegar upplýsingar fara um kerfi KORTA.

 

Eins og sjá má af þessu, þarf korthafi að snúa sér til síns útgáfubanka með fyrirspurnir eða breytingar á heimild greiðslukorts, greiðsludreifingu, aðstoð vegna týnds korts eða PINNs, tryggingavernd á kreditkortum, fríðindi sem fylgja kortum, kortatímabil og kortagengi, sem dæmi.

Söluaðili í viðskiptum við KORTA sér yfirlit yfir færslur og uppgjör sín á liprum þjónustuvef KORTA. Auk þess sem beint samband næst við viðskiptafulltrúa, sem veita persónulega þjónustu á dagvinnutíma. Söluaðilar með umfangsmikil viðskipti hafa svo eigin viðskiptastjóra til taks, óski þeir þess.

 

KORTA er aðili að kortasamsteypunum VISA Europe og Mastercard International og starfar samkvæmt starfsleyfi og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins.