Um Korta

KORTA er þjónustufyrirtæki sem einbeitir sér að greiðslumiðlun og greiðslulausnum. Fyrirtækið veitir fyrirtækjum, sveitarfélögum, félagasamtökum og einstaklingum trausta og hagkvæma greiðsluþjónustu, sem byggir á langtíma viðskiptasamböndum.

KORTA er færsluhirðir með starfsleyfi frá FME og fullgildur aðili að VISA Europe og MasterCard International. KORTA tengir þannig saman söluaðila, útgáfubanka og korthafa.

Sagan

Fyrirtækið var stofnað af frumherjum í færsluhirðingu á Íslandi árið 2002, eftir langa þróunarvinnu, sem Kortaþjónustan. Fyrirtækið bylti fjármálaþjónustu til söluaðila með auknu þjónustuframboði og varð fyrst íslenskra fyrirtæka að öðlast svokallaða PCI öryggisvottun . Fyrirtækið var í samstarfi við norrænan færsluhirði frá stofnun til 2013 þegar KORTA varð sjálfstæður færsluhirðir.

Stefnan

Stefna KORTA er að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi og persónulega þjónustu og tryggja að viðskiptavinir geti á hverjum tíma tekið við greiðslum á einfaldan, öruggan og skilvirkan hátt.

 

Einstaklingar