greiðsluhnappur

Greiðsluhnappur KORTA

Hentar vel fyrir netviðskipti þar sem upphæð er fyrirfram ákveðin, svo sem áskrift, félagsgjöld, styrkur, framlag eða staðfesting. Seljandi útbýr hnapp með ákveðinni upphæð og leyfir viðskiptavinum að versla vöruna með einum smelli. Einfalt, öruggt og árangursríkt.  Greiðsla í erlendum myntum er möguleg.

Greiðslutengill

Greiðslutengill KORTA

Hentar þeim sem sérsníða vöru að þörfum viðskiptavina, svo sem ferðaskipuleggjendur og meðferðaraðilar. Seljandi velur saman vörur/þjónustu/tilboð og útbýr tengil með samtölu, sem sendur er á viðskiptavin í tölvupósti. Viðskiptavinur smellir á tengillinn og greiðir þá samtöluna á öruggri Greiðslusíðu KORTA. Greiðslan er staðfest með tölvupósti (valkvætt).

Hægt að útbúa áskriftartengil, boðgreiðslur,  sem er frábær lausn til að taka við styrkjum eða áskrifendum um vefinn.

Korta - Veflausnir - Greiðslusíða

Greiðslusíða Korta

Með Greiðslusíðu KORTA getur þú tekið við greiðslum fyrir þjónustu og vörur á þínu eigin vefsvæði á einfaldan og öruggan hátt því tengingin uppfyllir PCI DSS öryggisstaðla.

Helsti ávinningur þjónustunnar er því öryggi greiðslna og sveigjanleiki, en uppsetningin er fljótleg og traust og hentar þannig öllum sem vilja opna vefverslun. Hægt að taka á móti greiðslum með debet-og kreditkortum.

Greiðslusíðan virkar þannig að þú setur upp greiðsluhnapp á þínu vefsvæði sem færir allar greiðslur yfir á PCI vottaða og örugga greiðslusíðu KORTA. Þannig sjáum við alfarið um öryggi greiðsluferilsins og þú losnar við þá áhættu sem fylgir meðhöndlun greiðslukortaupplýsinga á netinu.

Einnig má tengja greiðslusíðu KORTA með auðveldum hætti við netverslanir með Woocommerce, Shopify, WordPress, Magento og Ecwid en með því kerfi er svo hægt að tengjast við Wix og Weebly. KORTA býður einnig upp á tengingar við alla íslensku aðilana, svo sem Bókun, Roomer, Go-Do og Sales Cloud.

Greiðslugátt - Vefposi

Greiðslugátt KORTA

Greiðslugátt KORTA er tilvalin lausn fyrir stærri vefverslanir og hentar sérstaklega þeim fyrirtækjum sem vilja eiga kost á því að sníða útlit og virkni Greiðslugáttarinnar eftir því sem þeim hentar. Greiðslugátt KORTA uppfyllir PCI DSS öryggisstaðla, hægt er að taka á móti debet- og kreditkortum ásamt því að taka við greiðslum í erlendum gjaldmiðlum. Kortanúmer eru meðhöndluð í netverslun söluaðila, sem þýðir að uppfylla þarf PCI öryggiskröfur. Nánari upplýsingar um PCI DSS staðla má finna hér.

Vefposi

Vefposi KORTA

Með vefposa KORTA getur þú á einfaldan hátt fengið heimild á og tekið við símgreiðslum fyrir kreditkort. Vefposinn hefur sömu virkni og hefðbundinn posi og er aðgengilegur á þjónustuvef KORTA.is þar sem auðvelt er að nálgast hann þegar þú þarft á að halda. Þar færð þú jafnframt greinargott yfirlit yfir allar færslur og hreyfingar.

Vefposinn hentar vel fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fyrirtækjum sem vilja eiga kost á að taka við greiðslum á fleiri en einum stað.

Vefposinn býður upp á fjölmyntakerfi, þannig að þú getur tekið við greiðslu í þeim gjaldmiðli sem hentar þér best. Þannig getur þú boðið viðskiptavinum þínum að greiða í þeirri mynt sem hentar þeim best þegar þeir kaupa af þér vörur og þjónustu. Jafnframt getur þú valið þann gjaldmiðil sem þú vilt fá söluna uppgerða í, þ.e. hvort gert sé upp í sömu mynt og salan var framkvæmd í, eða í annarri mynt sem hentar þínu fyrirtæki betur.

Fjölmyntakerfi

Korta - Veflausnir - Boðgreiðslur - SalesCloud - Redo

Boðgreiðslur KORTA

Með Boðgreiðslum KORTA getur þú tekið við greiðslum sem dreifast á mörg tímabil. Boðgreiðslur skiptast í megindráttum í tvo flokka, léttgreiðslur og boðgreiðslur.

Boðgreiðslur nýtast ef þú vilt taka við reglulegum greiðslum, s.s. áskriftum eða mánaðargjöldum. Boðgreiðslur skila tryggri innheimtu, tímasparnaði og meiri sjálfvirkni.

Það er einfalt að nýta sér þessa leið en inn á Þjónustugátt KORTA getur þú fyllt út fjölgreiðsluform og allar kortaupplýsingar vistast inn á öruggt svæði hjá KORTA.

Léttgreiðslur
henta sérstaklega vel ef þú vilt gera viðskiptavinum auðveldara að kaupa dýrar vörur. Greiðslunni er þá skipt niður á nokkrar jafnar greiðslur, þó sjaldan fleiri en 6 greiðslur. KORTA ábyrgist fyrstu greiðslu, enda hafi heimild fengist fyrir henni.

KORTA býður einnig tengingar við SalesCloud – greiðslulausn sem styður sjálfvirkar greiðslur og Redo áskriftarkerfið.