UPPGJÖR

KORTA býður upp á dagleg, vikuleg og mánaðarleg uppgjör á kreditkortafærslur.

DAGLEGT UPPGJÖR

Kreditkortafærslur sem sendar eru inn fyrir kl. 20:30 virka daga eru greiddar út annan virka dag þar á eftir. Daginn eftir að kreditkortafærslur eru sendar inn, er staðfesting á sendingu send með tölvupósti til söluaðila.

Uppgjör mun aðeins fara fram á íslenskum bankadögum, sem eru allir dagar nema laugardagar, sunnudagar og frídagar.

Fyrirkomulag á sendingu uppgjörsyfirlita og daglegs uppgjörs á færslum er eftirfarandi:

Innsending færslna Uppgjörsyfirlit sent Uppgjör á færslum
Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur
Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur
Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur
Föstudagur Laugardagur Mánudagur
Laugardagur Þriðjudagur Miðvikudagur
Sunnudagur Þriðjudagur Miðvikudagur

VIKULEG UPPGJÖR

Færslur sem eru teknar yfir vikulangt tímabil, þ.e. frá mánudegi til sunnudags, er safnað saman í eitt uppgjör sem greiðist svo út á miðvikudeginum á eftir. Uppgjörsyfirlit er sent í tölvupósti degi fyrir uppgjörsgreiðslu.

MÁNAÐARLEG UPPGJÖR

Uppgjörstími á mánaðarlegu tímabili hjá KORTA er frá 22. – 21. næsta mánaðar. Uppgjörið er svo greitt út síðasta virka daginn í mánuði, sem er mikil hagræðing fyrir söluaðila.

UPPGJÖR Á DEBETKORTUM

Uppgjör á innlendum debetkortafærslum eru framkvæmd daglega í gegnum Reiknistofu Bankanna (RB) og fer vinnsla og uppgjör samkvæmt gildandi fyrirkomulagi og reglum debetkortakerfa RB. Færslur þurfa að berast KORTA fyrir kl: 21:00 virka daga til að greiðsla berist söluaðila næsta virka dag.

Samkvæmt gildandi fyrirkomulagi RB er greiðsla þóknunar dregin af uppgjöri 10. næsta mánaðar. Mánaðarleg yfirlit eru send með tölvupósti, almennt um 6. næsta mánaðar.