Korta - Myntval - Uppgjör í mynt

Myntval

Erlendir viðskiptavinir greiða í sinni mynt og þú færð þóknun
Posi með Myntvalslausn skynjar ef kortið er erlent og sýnir þá verð bæði í íslenskum krónum og í viðkomandi gjaldmiðli korthafa. Korthafinn getur valið hvort hann samþykkir færsluna í sínum gjaldmiðli eða í íslenskum krónum. Upplýsa skal korthafa um DCC hagræðið, óheimilt er að taka þessa ákvörðun fyrir hönd korthafa
Myntval (DCC) tryggir að korthafi fái upphæðina umreiknaða í sinn gjaldmiðil um leið og færslan á sér stað og birtir sömu upphæð og korthafi fær á sinn reikning.
Korthafi greiðir þóknun fyrir þessa þjónustu sem söluaðili fær endurgreidda að hluta. Korthafinn ver sig fyrir gengisþróun og getur nýtt TAX FREE lausn í færslunni
*Dynamic Currency Conversion

Korta - Tax Free - Global Blue - Tax Free Worldwide

Tax free

TAX FREE eru lausnir í posa sem reikna út endurgreiðslu virðisaukaskatts og prenta út TAX FREE nótu fyrir erlenda korthafann. TAX FREE lausnirnar koma frá Global Blue og Tax Free Worldwide.

Greiðslugátt - Vefposi

Vefposi

Ef þú notar posa fyrst og fremst til að taka á móti símgreiðslum þá hentar Vefposi sem er aðgengilegur á Þjónustuvef KORTA

Posaþjónusta

Verifone á Íslandi sér um uppsetningu, viðhald og uppfærslur á Verifone posum.
Ef vantar aðstoð eða leiðbeiningar, hafið samband í 544 5060 á dagvinnutíma.
Ef erindið er áríðandi svarar bakvakt milli klukkan 9 og 23 um helgar og 17 til 23 á virkum dögum.

Leiðbeiningar og handbækur fyrir posana

Verðskrá Verifone fyrir posaleigu

Nútíma smásala byggist á greiðslukortum og nú þurfa öll posatæki á sölustað að styðja Pinnið og snertilausar greiðslur. Langflest íslensk greiðslukort eru með NFC snertilausri virkni og auk þess styðja smáforrit í farsímum snertilausar greiðslur í vaxandi mæli. KORTA snertilausir posar koma frá Verifone á Íslandi, traustir og margreyndir posar frá einum stærsta og virtasta framleiðanda öruggra greiðslulausna. Allir Verifone posar eru PCI PTS 3.0 og EMV® vottaðir.