Fjölmyntakerfi

Hafðu greiðslumyntina algerlega eftir þínu höfði með fjölmyntakerfi KORTA.

Með fjölmyntakerfi tekur þú við kortagreiðslum í þeirri mynt sem þú kýst.  Þú býður erlendum viðskiptavinum að greiða í þeirri mynt sem þeim hentar best við kaup á vörum og þjónustu. Einnig velur þú gjaldmiðilinn sem kemur til uppgjörs, þ.e. hvort gert sé upp í sömu mynt og viðskiptavinur greiddi í, eða í annarri mynt, sem hentar þér betur.