Bókhaldstengingar

KORTA hefur þróað tengingar við öll helstu bókhaldskerfi sem gerir söluaðilum kleift að flytja uppgjör á kortafærslum inn í bókhaldskerfin með einföldum hætti. Þjónustan virkar í dag með DK, Opus Alt, TOK, TOK+ og Navision.

Bókhaldskerfi sækir gögn um kortauppgjör og bókar sjálfkrafa á viðeigandi lykla. Þannig er dregið að öllu leyti úr hættu á innsláttarvillum þar sem yfirfærslan í bókhaldskerfin er sjálfvirk að mestu og krefst ekki innsláttar. Söluaðili stemmir bókhald sitt af bæði með stöðu uppgjöra frá KORTA og miðað við stöðu á bankareikningi/um sínum.

Þar með sparast verulegur tími við bókhaldsvinnu, sem skilar sér í lægri kostnaði fyrir viðskiptavini KORTA.