Þjónustuvefur

Þjónustuvefur KORTA veitir söluaðilum mikilvæga og yfirgripsmikla yfirsýn yfir allar heimildafærslur, hvort sem þær eiga sér stað með notkun posa, í gegnum greiðslugátt eða með greiðsluhnappi netverslunar. Á þjónustuvefnum geta söluaðilar kallað fram heildaryfirlit yfir uppgjör fyrir ákveðin tímabil og hlaðið niður uppgjörsyfirlitum eftir þörfum hverju sinni.

Í gegnum þjónustuvefinn eru uppgjörsskrár sóttar og sendar rafrænt í bókhaldskerfi. Slík aðgerð er einföld, fljótleg og tímasparandi þar sem ekki þarf að fara í gegnum handvirka skráningu færslna til að gera samanburð og framkvæma uppgjör.