• This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Meðhöndlun kvartana

KORTA hefur einsett sér það markmið að afgreiða kvartanir með skjótum, skilvirkum og
sanngjörnum hætti í samræmi við reglur nr. 1001/2018 um eðlilega og heilbrigða
viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja. Stefnu KORTA um
meðhöndlun kvartana má finna hér.

Viðskiptavinir KORTA geta komið á framfæri kvörtun eða athugasemd t.d. um óánægju með
þjónustu, afgreiðslu mála eða hvernig staðið hefur verið að viðskiptasambandi með því að fylla
út reitina hér til hliðar.

Einnig er hægt að senda kvörtun eða ábendingu til KORTA skriflega á heimilisfangið:

KORTA hf.
Suðurlandsbraut 30
108 Reykjavík

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Viðskiptavinir KORTA geta ávallt skotið ágreiningi til Úrskurðarnefndar um viðskipti við
fjármálafyrirtæki sem er í umsjá Fjármálaeftirlitsins. Erindi skulu send á:

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Katrínartún 2
105 Reykjavík
Sími: 520 3888
Tölvupóstur: urskfjarm@fme.is

Fylla þarf út sérstakt málskotseyðublað og skila eða senda í pósti til skrifstofu
Fjármálaeftirlitsins til að óska eftir úrskurði nefndarinnar. Jafnframt má nálgast
málsskotseyðublað á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins eða á skrifstofu þess. Nánari upplýsingar
um nefndina, málskotsgjald, hverjir geta leitað til nefndarinnar o.fl. er að finna á vef
Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is. Þá geta aðilar leitað réttar síns fyrir almennum dómstólum hafi
ágreiningsefnið ekki verið undanþegið lögsögu þeirra með lögum eða samningi.